Wikipedia:Grein mánaðarins/01, 2024
Útlit
Helmut Kohl var þýskur stjórnmálamaður. Hann var kanslari Vestur-Þýskalands frá 1982 til 1990 og sameinaðs Þýskalands frá 1990 til 1998. Hann varð formaður Kristilega demókratasambandsins 1973, eins stærsta stjórnmálaflokks Þýskalands. Sextán ára kanslaratíð hans nær yfir endalok kalda stríðsins og var sú lengsta í sögu Þýskalands frá valdatíð Ottos von Bismarck.
Kohl var leiðandi í sameiningarferli Þýskalands og, ásamt François Mitterrand Frakklandsforseta, er eignaður heiðurinn af því að hafa komið á Maastrichtsáttmálanum og þar með Evrópusambandinu. Ásamt Jean Monnet og Jacques Delors er Kohl eini maðurinn sem hefur verið sæmdur heiðursnafnbótinni Heiðursborgari Evrópu.
Fyrri mánuðir: Taylor Swift – Wagner-hópurinn – Kristján Eldjárn – Bandamannaleikarnir 1919 – Boris Johnson