Wikipedia:Grein mánaðarins/09, 2024
Útlit
Þykjustustríðið var átta mánaða tímabil í upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar þar sem allt var með kyrrum kjörum á vesturvígsstöðvum. Aðeins ein hernaðaraðgerð átti sér stað þegar Frakkar gerðu tilraun til sóknar í Saarland. Átök styrjaldaraðila voru að mestu bundin við sjóinn.
Tímabilið hófst þann 3. september 1939 — tveimur dögum eftir innrás Þjóðverja í Pólland — en þann daginn höfðu Bretar og Frakkar sagt Þjóðverjum stríð á hendur. Þetta tímabil stóð yfir þar til orrustan um Frakkland hófst þann 10. maí 1940.
Fyrri mánuðir: Spaugstofan – Aleksandra Kollontaj – Annie Ernaux – Stúdentauppreisnin í París 1968 – Oda Nobunaga