Fara í innihald

Wikipedia:Grein mánaðarins/02, 2024

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Bódísea var keltnesk drottning þjóðflokks Ísena sem bjuggu þar sem nú er Norfolk í Englandi. Hún leiddi uppreisn gegn hernámsliði Rómverja á Bretlandi árið 60 eða 61.

Ritað var um uppreisn Bódíseu í verkum sagnaritaranna Tacitusar og Cassiusar Dio. Þessi verk voru enduruppgötvuð á endurreisnartímanum en á Viktoríutímabilinu var í auknum mæli farið að bera Bódíseu saman við Viktoríu Bretadrottningu og henni lyft upp á stall sem bresku þjóðartákni og þjóðhetju.