Wikipedia:Grein mánaðarins/07, 2024
Útlit
Aleksandra Kollontaj var marxísk byltingarkona úr röðum mensévika og síðan bolsévika frá árinu 1915. Á árunum 1917–1918 var Kollontaj þjóðfulltrúi heilbrigðismála í ríkisstjórn bolsévika eftir rússnesku byltinguna. Hún var fyrsta kona í heimi sem hlaut ráðherrastöðu í ríkisstjórn lands. Árið 1922 varð Kollontaj meðlimur í sendinefnd Sovétríkjanna til Noregs og varð brátt formaður hennar. Hún var ein fyrsta kona í heimi sem fór fyrir slíkri nefnd.
Fyrri mánuðir: Annie Ernaux – Stúdentauppreisnin í París 1968 – Oda Nobunaga – Alsírstríðið – Bódísea