Wikipedia:Grein mánaðarins/08, 2024
Útlit
Spaugstofan var íslenskur grín-sjónvarpsþáttur sem var sýndur á RÚV frá 1989 til 2010 og á Stöð 2 frá 2010 til 2014. Þættirnir urðu 472 talsins. Þessir þættir gerðust á mestu leiti í fréttastofu lítillar sjónvarpsstöðvar sem hét Stöðin. Þátturinn var á dagskrá á laugardagskvöldum og gekk yfirleitt út á að sýna atburði liðinnar viku í spaugilegu ljósi. Spaugstofuna skipuðu þeir Karl Ágúst Úlfsson, Pálmi Gestsson, Sigurður Sigurjónsson, Örn Árnason og Randver Þorláksson.
Fyrri mánuðir: Aleksandra Kollontaj – Annie Ernaux – Stúdentauppreisnin í París 1968 – Oda Nobunaga – Alsírstríðið