Cassius Dio
Jump to navigation
Jump to search
Þessi fornfræðigrein sem tengist sagnfræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Lucius Claudius Cassius Dio best þekktur sem Cassius Dio eða Dio Cassius (á forngrísku: Δίων ὁ Κάσσιος) (f. um 150, d. um 235) var rómverskur sagnaritari og stjórnmálamaður. Cassius Dio samdi rit um sögu Rómaveldis sem spannaði 983 ára langt tímabil, frá komu Eneasar til Ítalíu til ársins 229. Ritið, sem var á grísku, var í 80 bókum og ritað á 22 ára löngum tíma. Bækur 36-54 (sem fjalla um árin 68 – 10 f.Kr.) eru varðveittar; útdrættir úr bókum 55-60 (9 f.Kr. – 46 e.Kr.) eru til og bækur 79-80 (217 – 220 e.Kr.) eru varðveittar að hluta. Hann samdi einnig rit um drauma og um borgarastríðin 193 – 197 en þau eru bæði glötuð.
