Fálkaveiðar
Fálkaveiðar eru veiðar villtra fugla með aðstoð sérþjálfaðra fálka. Fálkaveiðar voru nær eingöngu stundaðar af konungum og aðalsmönnum.
Fálkaveiðar á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]Fálkar voru útflutningsafurð frá Íslandi frá miðöldum fram til 1800. Fálkarnir voru teknir úr hreiðrum eða veiddir í gildrur og var rjúpa gjarnan notuð fyrir agn. Þeir sem veiddu fálka voru kallaðir fálkafangarar og var það virðingarheiti. Fálkarnir voru geymdir yfir veturinn í sérstöku húsi og sendir að vori eða sumri til Danakonungs. Fálkahús var á Bessastöðum og síðar í Reykjavík. Um miðja 18. öld voru greiddir 5-15 ríkisdalir fyrir hvern fálka eftir lit og gæðum. Hvítir fálkar voru verðmestir. Vegna mikilvægis fálka í útflutningi Íslands fyrr á öldum var mynd af fálka skjaldarmerki Íslands á árunum 1904-1918.