Ghawar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ghawar er stærsta olíulind jarðar, hún er staðsett í austurhluta Sádí Arabíu nálægt Persaflóa. Olíulindirnar eru í u.þ.b. 100 km suð-vestur af Dhahran í austurhluta landsins. Ghawar er um 30 km að lengd og 280 km á breidd eða 8400 km². Líkt og aðrar olíulindir Sádí-Arabíu er Ghawar í eigu ríkisfyrirtækisins Saudi Aramco sem einnig vinnur olíuna. Sádí-Arabíska ríkisstjórnin lætur litlar upplýsingar í té um Ghawar enda er hún helsta náttúruauðlind landsins. Olían var uppgötvuð árið 1948 og framleiðsla, eða dæling upp úr jörðu, hennar hófst árið 1951. Því er haldið fram að hámarksframleiðslugetu olíulindarinnar hafi verið náð árið 2005 en því er hafnað af starfsmönnum Saudi Aramco.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]