Múhameð bin Salman
Múhameð bin Salman | |
---|---|
Krónprins Sádí-Arabíu Forsætisráðherra Sádi-Arabíu | |
Núverandi | |
Tók við embætti 27. september 2022 | |
Þjóðhöfðingi | Salman bin Abdul Aziz al-Sád |
Forveri | Salman bin Abdul Aziz al-Sád |
Fyrsti varaforsætisráðherra Sádi-Arabíu | |
Í embætti 21. júní 2017 – 27. september 2022 | |
Þjóðhöfðingi | Salman bin Abdul Aziz al-Sád |
Forveri | Múhameð bin Nayef |
Eftirmaður | Safar bin Hanaf Al Sayed |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 31. ágúst 1985 Ríad, Sádi-Arabíu |
Þjóðerni | Sádi-arabískur |
Maki | Sara bint Mashoor |
Börn | 5 |
Háskóli | Háskóli Sáds konungs |
Undirskrift |
Múhameð bin Salman bin Abdulaziz Al Sád (محمد بن سلمان بن عبدالعزيز آل سعود á arabísku letri) (f. 31. ágúst 1985)[1][2][3], stundum kallaður MbS,[1][4][5] er krónprins Sádí-Arabíu og einnig forsætisráðherra landsins. Hann hefur áður verið fyrsti varaforsætisráðherra,[6] forseti viðskipta- og þróunarmálaráðs og varnarmálaráðherra Sádi-Arabíu. Hann var einn yngsti ráðherra í heimi þegar hann tók við embættum sínum.[7] Múhameð hefur verið lýst sem valdsmanninum á bak við krúnu föður síns, Salmans konungs.[8]
Æviágrip
[breyta | breyta frumkóða]Valdaferill
[breyta | breyta frumkóða]Múhameð var lýstur ríkisarfi Sádí-Arabíu[9] í júní árið 2017 eftir að faðir hans ákvað að svipta frænda sinn og þáverandi erfingja, Múhameð bin Nayef, öllum embættum og titlum.[10][11][12]
Múhameð hefur staðið fyrir ýmsum umbótum, þar á meðal setningu reglugerða sem takmarka völd trúarlögreglunnar[13] og afléttingu á banni við ökuréttindum kvenna. Samfélagsþróun af ýmsu tagi hefur orðið á valdatíð hans, þar á meðal setning fyrstu opinberu tónleikanna með söngkonum, opnun fyrstu leikvanganna sem aðgengilegir eru konum[14] og aukinn aðgangur kvenna að atvinnulífinu.[15]
Þrátt fyrir að Múhameð hafi verið hrósað víða um heim fyrir viðleitni sína til frjálslyndisvæðingar í innanríkismálum Sádi-Arabíu hefur hann einnig verið gagnrýndur af mannréttindahópum. Meðal annars hefur hann sætt gagnrýni fyrir fyrir fangelsun og pyntingar á mannréttindafrömuðum innan ríkisins, hernaðarinngrip Sáda í borgarastyrjöldina í Jemen, versnandi samskipti við Katar[16] og Líbanon og handtöku margra meðlima sádísku konungsættarinnar.[17][18][19] Í þróunaráætlun Múhameðs (Saudi Vision 2030) er velt upp ýmsum efnahags-, samfélags- og trúarbreytingum og stungið upp á því að ríkisrekna olíufélagið Aramco verði sett á opinberan hlutabréfamarkað.[20][21][22]
Þrátt fyrir umbótatillögur Múhameðs bin Salman hafa handtökur og ofsóknir á mannréttindafrömuðum færst í aukana í valdatíð hans. Amnesty International og Mannréttindavaktin gagnrýna enn ríkisstjórn Sádi-Arabíu fyrir mannréttindabrot.[23][24][25]
Múhameð bin Salman var formlega útnefndur forsætisráðherra Sádi-Arabíu þann 27. september 2022.[26]
Morðið á Jamal Khashoggi
[breyta | breyta frumkóða]Mikla athygli vakti árið 2018 þegar einn helsti gagnrýnandi Múhameðs, blaðamaðurinn Jamal Khashoggi, var myrtur í sendiráði Sáda í Istanbúl. Talið er að menn á snærum sádí-arabískra stjórnvalda hafi pyntað Khashoggi, myrt hann og bútað lík hans í sundur.[27] Deilt hefur verið um hvort krónprinsinn hafi vitað af morðinu eða fyrirskipað það sjálfur.[28] Fyrrverandi yfirmaður bresku leyniþjónustunnar MI6, John Sawers, sagði sterkar vísbendingar benda til þess að prinsinn hafi skipulagt morðið og kallaði kenningar um að stjórnlausir morðingjar beri ábyrgð á því „blygðunarlausan uppspuna“.[29] Opinberlega fordæmdi Múhameð morðið[30] en sagði einnig síðar að Khashoggi hafi verið „hættulegur íslamisti“ og meðlimur í íslamistasamtökunum Bræðralagi múslima.[31] Þann 17. nóvember ályktaði bandaríska leyniþjónustan að krónprinsinn hefði fyrirskipað morðið.[32] Árið 2021 birti ríkisstjórn Joe Biden Bandaríkjaforseta tveggja ára gamla skýrslu þar sem jafnframt var komist að þeirri niðurstöðu að krónprinsinn hefði veitt samþykki fyrir morðinu á Khashoggi.[33]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 „Profile: Crown Prince Mohammed bin Salman“. Al Jazeera. 21. júní 2017. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. júní 2017. Sótt 14. ágúst 2018.
- ↑ „Ministries“. Royal Embassy of Saudi Arabia - Washington, DC. 30. apríl 2003. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. desember 2017. Sótt 14. ágúst 2018.
- ↑ „Who is Saudi Crown Prince Mohammed?“. BBC News. 6. nóvember 2017. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. október 2017. Sótt 14. ágúst 2018.
- ↑ Friedman, Thomas L. (23. nóvember 2017). „Saudi Arabia's Arab Spring, at Last“. The New York Times. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. nóvember 2017. Sótt 14. ágúst 2018.
- ↑ „Muhammad bin Salman cracks down on his perceived opponents“. The Economist. 21. september 2017. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. september 2017.
- ↑ „Mohammad bin Salman named new Saudi Crown Prince“. TASS. Beirut. 21. júní 2017. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. júní 2017. Sótt 14. ágúst 2018.
- ↑ „Mohammed bin Nayef kingpin in new Saudi Arabia: country experts“. Middle East Eye. 1. febrúar 2015. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. febrúar 2015. Sótt 14. ágúst 2018.
- ↑ Transcript: Interview with Muhammad bin Salman Geymt 9 janúar 2016 í Wayback Machine The Economist, 6 January 2016.
- ↑ Anthony Bond, Rachael Burford (24. október 2017). „Saudi Arabia will return to moderate, open Islam and 'will destroy extremist ideas', says crown prince“. Daily Mirror. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. október 2017. Sótt 14. ágúst 2018.
- ↑ CNN, Nicole Chavez, Tamara Qiblawi and James Griffiths. „Saudi Arabia's king replaces nephew with son as heir to throne“. CNN. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. júní 2017.
- ↑ Raghavan, Sudarsan; Fahim, Kareem (21. júní 2017). „Saudi king names son as new crown prince, upending the royal succession line“. The Washington Post. Sótt 14. ágúst 2018.
- ↑ „Saudi royal decrees announcing Prince Mohammed BinSalman as the new crown prince“. The National. Abu Dhabi: Abu Dhabi Media. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. júní 2017. Sótt 14. ágúst 2018.
- ↑ Mark Mazzetti; Ben Hubbard (16. október 2016). „Rise of Saudi Prince Shatters Decades of Royal Tradition“. The New York Times. bls. A1. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. október 2016. Sótt 14. ágúst 2018.
- ↑ „Saudi Arabia to allow women to enter stadiums to watch soccer“. New York Post. 12. janúar 2018. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. febrúar 2018. Sótt 14. ágúst 2018.
- ↑ „Mohammed bin Salman's reforms in Saudi Arabia could benefit us all“. The Independent. 2. mars 2018. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. mars 2018.
- ↑ CNN, Hamdi Alkhshali and Tamara Qiblawi,. „Saudi Crown Prince calls Qatar embargo a 'small issue'“. CNN. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. nóvember 2017. Sótt 14. ágúst 2018.
- ↑ Hearst, David (21. júní 2017). „Mohammed Bin Salman, Saudi Arabia's Prince Of Chaos“. HuffPost. Afrit af upprunalegu geymt þann 18. nóvember 2017. Sótt 14. ágúst 2018.
- ↑ Eye, Middle East (22. júní 2017). „Mohammed bin Salman, Saudi Arabia's prince of chaos“. Medium. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. desember 2017. Sótt 14. ágúst 2018.
- ↑ Mazzetti, Mark; Hubbard, Ben (15. október 2016). „Rise of Saudi Prince Shatters Decades of Royal Tradition“. The New York Times. ISSN 0362-4331. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. október 2016. Sótt 14. ágúst 2018.
- ↑ Chulov, Martin (7. nóvember 2017). „'This is a revolution': Saudis absorb crown prince's rush to reform“. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. nóvember 2017. Sótt 14. ágúst 2018 – gegnum www.theguardian.com.
- ↑ (www.dw.com), Deutsche Welle. „Saudi Arabia's Mohammed bin Salman: Reformer and hardliner - Middle East - DW - 05.11.2017“. DW.COM. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. nóvember 2017. Sótt 14. ágúst 2018.
- ↑ „MBS, Saudi Arabia's Reformist Crown Prince With Firm Vision“. ndtv.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 25. nóvember 2017. Sótt 14. ágúst 2018.
- ↑ „Saudi Arabia: Intensified Repression of Writers, Activists“ (enska). Human Rights Watch. 6. febrúar 2017. Afrit af upprunalegu geymt þann 18. október 2017. Sótt 14. ágúst 2018.
- ↑ „Saudi Arabia: 2 Rights Advocates Arrested“ (enska). Human Rights Watch. 11. janúar 2017. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. maí 2017. Sótt 14. ágúst 2018.
- ↑ „Update: Saudi Arabia: Systematic targeting of members of ACPRA continues“. gc4hr.org. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. desember 2017. Sótt 14. ágúst 2018.
- ↑ „Krónprinsinn útnefndur forsætisráðherra“. mbl.is. 27. september 2022. Sótt 1. október 2022.
- ↑ „Sádar segja nú morðið á Khashoggi að yfirlögðu ráði“. Vísir. 25. október 2018. Sótt 31. október 2018.
- ↑ „Óttast um líf sitt eftir morð Khashoggi“. Vísir. 27. október 2018. Sótt 31. október 2018.
- ↑ „Sterkar vísbendingar um ábyrgð prinsins“. mbl.is. 19. október 2018. Sótt 31. október 2018.
- ↑ „Krónprinsinn fordæmdi morðið“. mbl.is. 24. október 2018. Sótt 31. október 2018.
- ↑ „Sagði Khashoggi hættulegan íslamista“. mbl.is. 2. nóvember 2018. Sótt 2. nóvember 2018.
- ↑ „CIA segir krónprinsinn hafa fyrirskipað morðið“. mbl.is. 17. nóvember 2018. Sótt 17. nóvember 2018.
- ↑ „Krónprinsinn hafi veitt samþykki fyrir morðinu“. mbl.is. 26. febrúar 2021. Sótt 28. febrúar 2021.