Fara í innihald

Mósambík

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lýðveldið Mósambík
Republica de Moçambique
Fáni Mósambík Skjaldarmerki Mósambík
Fáni Skjaldarmerki
Þjóðsöngur:
Patria Amada
Staðsetning Mósambík
Höfuðborg Mapútó
Opinbert tungumál portúgalska
Stjórnarfar Forsetaræði

Forseti Filipe Nyusi
Forsætisráðherra Adriano Maleiane
Sjálfstæði
 • frá Portúgal 25. júní 1975 
 • Núverandi stjórnarskrá 30. nóvember 1990 
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)
35. sæti
801.590 km²
2,2%
Mannfjöldi
 • Samtals (2018)
 • Þéttleiki byggðar
50. sæti
29.496.004
29/km²
VLF (KMJ) áætl. 2019
 • Samtals 41,473 millj. dala (116. sæti)
 • Á mann 1.331 dalir (179. sæti)
VÞL (2018) 0.446 (180. sæti)
Gjaldmiðill metical
Tímabelti UTC+2
Þjóðarlén .mz
Landsnúmer +258

Mósambík (portúgalska: Moçambique, chichewa: Mozambiki, svahílí: Msumbiji, tsonga: Muzambhiki) er land í sunnanverðri Afríku með landamæri að Suður-Afríku, Svasílandi, Tansaníu, Malaví, Sambíu og Simbabve. Landið fékk sjálfstæði 1975, eftir vopnaða baráttu, og var í bandalagi við Sovétríkin á tímum Kalda stríðsins. Árið 1982 hófst borgarastyrjöld sem stóð til 1992. Mósambík er frá 1995 hluti af breska samveldinu þótt það hafi ekki verið bresk nýlenda, heldur portúgölsk.

Mósambík fékk sjálfstæði 1975, eftir vopnaða baráttu, og var í bandalagi við Sovétríkin á tímum Kalda stríðsins. Árið 1982 hófst borgarastyrjöld sem stóð til 1992. Mósambík er frá 1995 hluti af breska samveldinu þótt það hafi ekki verið bresk nýlenda, heldur portúgölsk. Árið 1990 var samþykkt ný stjórnarskrá í landinu, en samkvæmt henni er landið nú lýðræðisríki. Árið 1994 voru fyrstu frjálsu kosningarnar haldnar í landinu og var Joaquim Chissano kjörinn forseti með 53% atkvæða.

Ísland rak sendiráð í Mósambík frá árinu 2001 til loka árs 2017.

Landfræði

[breyta | breyta frumkóða]

Mósambík er á austurstönd sunnanverðrar Afríku frá 10°30´ suður á 27° suður með 2500 km strandlengju sem liggur að Indlandshafinu og Mósambík-sundinu milli meginlandsins og Madagaskar. Að norðan liggur Tanzanía , að sunnan Swaziland og Suður-Afríka og í vestri eru 3 ríki, Malawi, Zimbabwe og Zambía sem eiga landamæri að Mósambík. Landamærin í Afríku urðu flest til á skrifborðum nýlenduveldanna í Evrópu fyrir einum 100 árum. Það er varla til land í Afríku sem hefur aðeins einn þjóðflokk innan sinna landamæra og mörg tungumál eru töluð í nærri öllum Afríku-ríkjum (nema Swasilandi). Á svipaðan hátt voru nærri allir þjóðflokkar álfunnar klofnir af landamærum. Mósambík er engin undantekning frá þessari landamæraóreglu.

Mósambík er 802.599 km² og skiptist í 3 svæði landfræðilega: lágslétturnar sem eru u.þ.b. 44% af landinu, hærra sléttlendi í 200-500 metra hæð u.þ.b. 17% af landinu og restin af Mósambík er fjallendi uppí 2000 metra u.þ.b. 39% af landinu. Í norður- og miðhéruðum Mósambík er hitabeltisloftslag en í suðurhéruðunum er loftslagið heittemprað. Þrátt fyrir breytileika í veðurfari eru tvær árstíðir einkennandi fyrir allt landið. Regntíminn, en þá er heitt, byrjar í október og honum lýkur í mars. Þurrkatíminn er kaldari og nær hann frá apríl til september. Árlegur meðalhiti landsins er á bilinu 22–26 °C en breytileiki er nokkur milli árstíða og landshluta. Heitast er í norðurhluta landsins á regntímanum en þá nær hitinn að jafnaði allt að 45 °C að degi til.

Ársúrkoma er háð landslagi en hún er að meðaltali á bilinu 800–1400 mm. Um þriðjungur landsins er fjallendi, að meðaltali um 1000 metrar yfir sjávarmáli, en þar er mesta úrkoman. Hásléttur, 400–600 metra yfir sjávarmáli, þekja annan þriðjung. Að öðru leyti er landið láglent en á því svæði er úrkoma minnst. Eru þar tvö þurrkatímabil árlega sem stundum dragast á langinn og hafa valdið hungursneyðum. Meðfram strandlengjunni er hins vegar mikill raki allt árið.

Frjósömustu landsvæðin liggja með fram stærstu fljótunum en Zambesi-fljótið er stærst og sögufrægast þessara fljóta. Það á upptök sín í Sambíu en rennur fyrst í vestur til Angóla og svo aftur til Sambíu áður en það nær Mósambík þar sem það fellur í Indlandshaf. Í Zambesi-fljótinu eru tvö af stærstu, manngerðu uppstöðulónum heims. Það eru Karibalónið, sem liggur við landamæri Sambíu og Simbabves, og Cahora Bassa-lónið í Tete-héraðinu í Mósambík. Lónin þjóna bæði stórum vatnsaflsvirkjunum.

Stjórnmál

[breyta | breyta frumkóða]

Mósambík er lýðveldi með 250 manna löggjafarþing sem kosið er í almennum kosningum fimmta hvert ár. Forsetinn er þjóðhöfðingi landsins og jafnframt yfirmaður ríkisstjórnarinnar

Efnahagslíf

[breyta | breyta frumkóða]

Helstu atvinnuvegir í Mósambík eru fiskveiðar, rafvirkjun. En flestir Í Mósambík stunda sjálfsþurftabúskap.

Makua-Lomwe-fólkið er fjölmennasti þjóðernishópur landsins (37%) og hann skiptist í tvo skylda hópa sem búa í norðurhluta Mósambík.

Tonga-fólkið, sem m.a. skiptist í Ronga og Shangan, er næstfjölmennast (23%) en það býr í suðurhluta Mósambík og í nágrenni höfuðborgarinnar Mapútó. Tonga-fólkið hefur orðið fyrir mestum evrópskum áhrifum. Það er á meðal þeirra sem trúboðar hafa haft hvað mest áhrif.

Í miðhluta Mósambík býr fólk sem tilheyrir þjóðernishópnum Lavere Zambezi (11%). Svo er líka Shona-fólkið. Það er það fólk sem mest ber á í miðhluta Mósambíks (9%), en það er skylt Shona-fólkinu í Simbabve sem er fjölmennasti þjóðernishópur þess lands. Eins og ég sagði áðan þá er mikill munur á nyrstu og syðstu héruðunum. Í nyrðstu eru arabísk áhrif áberandi og syðst portúgölsk. Til sveita er mikið dansað og sungið. Kallast hún hefbundna tónlist og dans, sem er ríkjandi í suðurhluta Mósambík, marrabenta og einkennist af miklum mjaðmasveiflum.

Íbúar Mósambík eru 21,8 milljónir og fólksfjölgun þar er 1,8%. Lífslíkurnar í Mósambík er helmingi lægri en hér á Íslandi, það er miðað við að íbúar í Mozambique nái aðeins 42 ára aldri en á Íslandi er miðað við að maður nái 80 ára aldri. Lífslíkur í Mósambík eru líka lægri en í öðrum Afríkuríkjum í grendinni t.d. lífslíkur í Úganda eru 49 árs aldur og í Namibíu 51 árs aldur. Ungbarnadauði í Mósambík er frekar mikill og deyja um 96 börn af hverjum 1000 áður en þau verða eins árs og 164 börn af hverjum 1000 ná ekki 5 ára aldri. Flest börn deyja úr svelti, niðurgangi og vatnsskorti. Mósambík er í 19. sæti á lista Sameinuðu þjóðanna með flestu dauðföllin undir 1 árs.

Í Mósambík eru töluð um 20 tungumál. Flestir tala mál sem tilheyra málaflokknum sínum. Opinbera tungumálið í Mósambík er portúgalska. Þegar Mósambík varð sjálfstætt ríki undan ný-lendustjórn Portúgala var portúgalskan valin sem hið opinbera tungumál þótt að aðeins 15% tali hana daglega. Afrísk mál, málískur og ættbálkarungumál eru algeng eins og Swahili, Makhuwa, Bantu og Sena. Allir skóla eru kenndir á portúgölsku og því þarf maður að kunna portúgölsku til að geta gengið í þá.

Trúarbrögð

[breyta | breyta frumkóða]

Kristni er ráðandi trúarbrögð þótt nokkuð stór svæði séu byggð múhameðstrúarmönnum og eitthvað sé um og sálnatrú eða andahyggja í afskekktum héruðum.

Árið 2000 var fjöldi nemenda í 1. til 5. Bekk u.þ.b. 2 milljónir eða meiri en nokkru sinni í sögu landsins. Stúlkur eru aðeins 45% af heildarfjölda nemenda í 1. bekk en hlutfall þeirra fer lækkandi þegar ofar dregur í skólakerfinu. Aðeins 33% þeirra nemenda, sem stunda nám sem samsvarar efstu bekkjum grunnskólans á Íslandi, eru stúlkur. Rúmlega 60% þjóðarinnar eru ólæs og óskrifandi, þar af eru 77% meðal kvenna og 42% meðal karla. Þá hefur æska sveitanna mun verri aðgang að skólum en borgarbörn og á það sérstaklega við framhaldsskóla. Aðeins 0,6% stúlkna og 1,4% drengja til sveita fá menntun á skólastigum sem samsvara efri bekkjum grunnskóla (8.–10. bekk) á Íslandi miðað við 8,2% stúlkna og 16,4% drengja í borgum. Læsi fullorðinna er nú 43,2% og læsi ungs fólks (15-24 ára) 29,5%.

Þjóðfélag Mósambík er einstök blanda af afrískum, arabískum, indverskum og portúgölskum áhrifum, - maturinn er kryddaðri, tónlistin jazzaðri og takturinn almennt afslappaðri en hjá enskumælandi nágrönnum landsins s.s Malaví og Esvatíní. Mósambík skiptist upp í 11 héruð og hvert hérað hefur eigin höfuðstað en skiptist í enn frekar í sveitarfélög. Mikill munur er á menningu nyrst og syðst í Mósambík .