Fara í innihald

Máni (norræn goðafræði)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fyrir fylgihnött jarðar, sjá Tunglið. Fyrir mannsnafnið, sjá Máni (mannanafn).
Mynd af Mána og Sól (1895) eftir Lorenz Frølich.

Máni er tunglið persónugert.[1] Mundilfari var faðir hans og Sólar, en guðirnir refsuðu Mundilfara fyrir ofdramb og settu systkinin upp í himininn til að gæta sólar og mána. Máni stal síðar tvemur börnum: Bil og Hjúka til að fylgja sér.[2]

Ógna tveir (jötun)úlfar systkinunum Sól og Mána, og eltir Skoll Sól og Hati Hróðvitnisson eltir Mána.

Gýgr ein býr fyrir austan Miðgarð í þeim skógi, er Járnviðr heitir. Í þeim skógi byggja þær tröllkonur, er Járnviðjur heita. In gamla gýgr fæðir at sonum marga jötna ok alla í vargs líkjum, ok þaðan af eru komnir þessir úlfar. Ok svá er sagt, at af ættinni verðr sá einna máttkastr, er kallaðr er Mánagarmr. Hann fyllist með fjörvi allra þeira manna, er deyja, ok hann gleypir tungl, en stökkvir blóði himin ok loft öll. Þaðan týnir sól skini sínu, ok vindar eru þá ókyrrir ok gnýja heðan ok handan[3]
Sköll heitir úlfr,
er fylgir eno skirleita goði
til varna viðar;
en annarr Hati,
hann er Hróðvitnis sonr,
sá skal fyr heiða brúði himins.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Simek, Rudolf (2006). Lexikon der germanischen Mythologie. Kröners Taschenausgabe (3., völlig überarbeitete Aufl. útgáfa). Stuttgart: Alfred Kröner. ISBN 978-3-520-36803-4.
  2. Gylfaginning, 11 kafli
  3. „Gylfaginning“. Heimskringla.no. Sótt 25. mars 2019.
  • Brian Branston. Goð og garpar úr norrænum sögnum. 1979. Bókaforlagið Saga, Reykjavík
  Þessi menningargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.