Fara í innihald

Níðhöggur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Níðhöggur heitir ormurinn (eða drekinn) sem nagar rætur Yggdrasils í norrænni goðafræði. Samkvæmt Völuspá drekkur hann blóð dauðra og étur nái. Milli hans og arnarins sem situr í greinum asksins ber íkorninn Ratatoskur ófriðarorð. Snorri Sturluson segir frá því að Níðhöggur kvelji hina dauðu í brunninum Hvergelmi, og er þar með orðinn þáttur í refsivist í víti eins og í kristnum leiðslubókmenntum. Nafnið merkir væntanlega „hinn hatursfulli sem heggur“. Níðhöggur ber nái í fjöðrum sér.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.