Níðhöggur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Hluti af greinaflokknum
Norræn goðafræði
Ardre Odin Sleipnir.jpg
Helstu goð
Æsir: Óðinn, Þór, Baldur, Loki, Höður, Bragi, Mímir
Ásynjur: Frigg, Iðunn, Sif
Vanir: Njörður, Freyja, Freyr
Aðrir
Jötnar: Ýmir, Bor, Bestla, Angurboða, Skaði, Hel, Ægir
Skepnur: Auðhumla, Fenrisúlfur, Sleipnir, Miðgarðsormur, Heiðrún, Tanngnjóstur og Tanngrisnir, Huginn og Muninn
Aðrir: Askur og Embla; Urður, Verðandi og Skuld; Dvergar, Álfar
Staðir
Ásgarður, Valhöll, Miðgarður, Útgarður, Niflheimur, Hel, Bifröst, Askur Yggdrasils
Rit
Sæmundaredda, Snorra-Edda, Heimskringla, Gesta Danorum
Trúfélög
Íslenska ásatrúarfélagið, Danska ásatrúarfélagið, Ásatrúarfélagið Bifröst, Reykjavíkurgoðorð.

Níðhöggur heitir ormurinn (eða drekinn) sem nagar rætur Yggdrasils í norrænni goðafræði. Samkvæmt Völuspá drekkur hann blóð dauðra og étur nái. Milli hans og arnarins sem situr í greinum asksins ber íkorninn Ratatoskur ófriðarorð. Snorri Sturluson segir frá því að Níðhöggur kvelji hina dauðu í brunninum Hvergelmi, og er þar með orðinn þáttur í refsivist í víti eins og í kristnum leiðslubókmenntum. Nafnið merkir væntanlega „hinn hatursfulli sem heggur“. Níðhöggur ber nái í fjöðrum sér.

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina, eða með því að flokka hana betur.