Bifröst (norræn goðafræði)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Hluti af greinaflokknum
Norræn goðafræði
Ardre Odin Sleipnir.jpg
Helstu goð
Æsir: Óðinn, Þór, Baldur, Loki, Höður, Bragi, Mímir
Ásynjur: Frigg, Iðunn, Sif
Vanir: Njörður, Freyja, Freyr
Aðrir
Jötnar: Ýmir, Bor, Bestla, Angurboða, Skaði, Hel, Ægir
Skepnur: Auðhumla, Fenrisúlfur, Sleipnir, Miðgarðsormur, Heiðrún, Tanngnjóstur og Tanngrisnir, Huginn og Muninn
Aðrir: Askur og Embla; Urður, Verðandi og Skuld; Dvergar, Álfar
Staðir
Ásgarður, Valhöll, Miðgarður, Útgarður, Niflheimur, Hel, Bifröst, Askur Yggdrasils
Rit
Sæmundaredda, Snorra-Edda, Heimskringla, Gesta Danorum
Trúfélög
Íslenska ásatrúarfélagið, Danska ásatrúarfélagið, Ásatrúarfélagið Bifröst, Reykjavíkurgoðorð.

Bifröst (einnig nefnd Ásbrú) er brú í norrænni goðafræði. Brú þessi liggur á milli Ásgarðs, þar sem goðin eiga heima, og Miðgarðs, þar sem mennirnir eiga heima. Brú þessi er útskýring norrænnar goðafræði á regnboga. Heimdallur, hinn hvíti ás, gætir brúarinnar. Rauði liturinn í þessari brú á að vera eldur og verndar hann Ásgarð frá jötnum. Æsir ferðast upp þessa brú daglega til að funda undir skugga Asks Yggdrasils.