Urður, Verðandi og Skuld

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Hluti af greinaflokknum
Norræn goðafræði
Ardre Odin Sleipnir.jpg
Helstu goð
Æsir: Óðinn, Þór, Baldur, Loki, Höður, Bragi, Mímir
Ásynjur: Frigg, Iðunn, Sif
Vanir: Njörður, Freyja, Freyr
Aðrir
Jötnar: Ýmir, Bor, Bestla, Angurboða, Skaði, Hel, Ægir
Skepnur: Auðhumla, Fenrisúlfur, Sleipnir, Miðgarðsormur, Heiðrún, Tanngnjóstur og Tanngrisnir, Huginn og Muninn
Aðrir: Askur og Embla; Urður, Verðandi og Skuld; Dvergar, Álfar
Staðir
Ásgarður, Valhöll, Miðgarður, Útgarður, Niflheimur, Hel, Bifröst, Askur Yggdrasils
Rit
Sæmundaredda, Snorra-Edda, Heimskringla, Gesta Danorum
Trúfélög
Íslenska ásatrúarfélagið, Danska ásatrúarfélagið, Ásatrúarfélagið Bifröst, Reykjavíkurgoðorð.
Urður, Verðandi, Skuld (fyrirtæki)“ getur einnig átt við fyrirtæki.

Urður, Verðandi og Skuld eru þrjár örlaganornir, sem koma fyrir í norrænni goðafræði. Þær búa við brunn, sem heitir Urðarbrunnur, og stendur við eina af þrem rótum Asks Yggdrasils. Urður, Verðandi og Skuld ausa yfir tréð, einu sinni á dag, vatni sem á að halda trénu (Aski Yggdrasils) frá því að fúna eða visna.

Urður er myndgervingur fortíðarinnar, Verðandi nútímans, og Skuld framtíðarinnar.

Þær stýra örlögum manna og hafa til þess langa þræði sem þær hugsa um af ýtrustu varfærni. Þegar kemur að því að kappi (maður) er búinn með sinn tíma þá klippa þær á þráðinn og örlög viðkomandi eru ráðin.

Í bókinni Veðmál Óðins, fer Óðinn á fund þessara örlaganorna til að fá þær til að upplýsa um þrjá mestu kappa sem eru á lífi. Nornirnar bregðast ókvæða við og neita Óðni um þessa bón.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist