Útgarður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Útgarður nefndist heimili Útgarða-Loka, fjölkunnugs jötuns í norrænni goðafræði. Var Útgarður lengst í austri. Sagt er frá því í Snorra-Eddu þegar þrumuguðinn Þór fór til Útgarðs ásamt fylgisveini sínum, Þjálfa, og hinum viðsjárverða Loka Laufeyjarsyni. Þar lét Útgarða-Loki þá þreyta hinar ýmsu þrautir sem allar reyndust þeim um megn vegna fjölkynngi gestgjafans.