Vanir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Hluti af greinaflokknum
Norræn goðafræði
Ardre Odin Sleipnir.jpg
Helstu goð
Æsir: Óðinn, Þór, Baldur, Loki, Höður, Bragi, Mímir
Ásynjur: Frigg, Iðunn, Sif
Vanir: Njörður, Freyja, Freyr
Aðrir
Jötnar: Ýmir, Bor, Bestla, Angurboða, Skaði, Hel, Ægir
Skepnur: Auðhumla, Fenrisúlfur, Sleipnir, Miðgarðsormur, Heiðrún, Tanngnjóstur og Tanngrisnir, Huginn og Muninn
Aðrir: Askur og Embla; Urður, Verðandi og Skuld; Dvergar, Álfar
Staðir
Ásgarður, Valhöll, Miðgarður, Útgarður, Niflheimur, Hel, Bifröst, Askur Yggdrasils
Rit
Sæmundaredda, Snorra-Edda, Heimskringla, Gesta Danorum
Trúfélög
Íslenska ásatrúarfélagið, Danska ásatrúarfélagið, Ásatrúarfélagið Bifröst, Reykjavíkurgoðorð.

Vanir eru annar tveggja flokka goða í norrænni goðafræði og búa í Vanaheimum. Hinn flokkurinn eru æsir. Vanir eru mun færri og skipta minna máli en æsir og eru aðallega frjósemisgoð. Í goðafræðinni er talað um stríð milli flokkanna tveggja og er oft talið að vanatrú séu leifar eldri trúarbragða, sem urðu undir við þjóðflutninga. Þetta er einnig vegna þess, að ekkert er talað um uppruna þeirra, meðan góðar lýsingar eru á tilurð ása.

Helstu vanir eru sjávarguðinn Njörður og frjósemisgoðin, börn hans, Freyr og Freyja, sem voru gíslar ása eftir fyrrnefnt stríð.