Fara í innihald

Alvaldi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ölvaldi var jötunn í norrænni goðafræði. Hann var faðir Þjassa, Iða og Gangs[1] Hann var sagður mjög auðugur af gulli.

Nafnið þýðir sá sem ráðskast með bjór.[2] Alvaldi eða Allvaldi virðist vera annar ritháttur á sama nafni,[3] en þýðir hinn fullsterki eða hinn almáttugi.

Þjassa sonur hans stal Iðunni og eplunum sem héldu goðunum ungum, með aðstoð Loka.

Eitt tungla Satúrnusar (S/2004 S 35) hefur verið nefnt Alvaldi

  1. „Skáldskaparmál, erindi 4“. www.heimskringla.no. Sótt 11. desember 2023.
  2. Simek, Rudolf (2006). Lexikon der germanischen Mythologie. Kröners Taschenausgabe (3., völlig überarbeitete Aufl. útgáfa). Stuttgart: Alfred Kröner. ISBN 978-3-520-36803-4.
  3. „Hárbarðsljóð, erindi 19“. www.snerpa.is. Sótt 12. desember 2023.
  Þessi menningargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.