Hermóður hinn hvati
Útlit
Hermóður hinn hvati er persóna í norrænni goðafræði. Hann er einn ása og er talinn sonur Óðins og sendiboði hans.[1] Sú saga fer af Hermóði að eftir dauða Baldurs var Hermóður sendur á Sleipni til Heljar til þess að freista þess að endurheimta hann. Hermóður dvaldist eina nótt í sal Heljar. Hel fól ásum það verkefni að fá alla lifandi hluti til að gráta Baldur til þess að endurheimta hann frá dauðanum.[1] Hermóður birtist ekki í öðrum sögum.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 Gylfaginning, Heimskringla.no, sótt 30. janúar 2018.