Reginn (norræn goðafræði)
Útlit
Reginn er dvergur í norrænni goðafræði sem var sonur Hreiðmars og bróðir Oturs og Fáfnis. Eftir dauða Oturs af völdum Loka, fékk Hreiðmar gull í sonargjöld. Fáfnir drap Hreiðmar og breytti sér í dreka. Til að ná gullinu frá Fáfni gerist Reginn smiður og fóstri Sigurðar Sigmundssonar (síðar Fáfnisbana). Tekst áætlun hans að mestu nema að Sigurður fær pata af svikum Regins og verður fyrri til.