Fara í innihald

Vör (norræn goðafræði)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Vör er gyðja í norrænni goðafræði sem tengd er við visku og varkárni. Á hana er minnst í Eddu Snorra Sturlusonar frá 13. öld og tvisvar í skáldskaparkenningum úr fornum kveðskap.

Ritaðar heimildir um Vör

[breyta | breyta frumkóða]

Í 35. kafla Gylfaginningar í Snorra-Eddu er þulinn upp listi með stuttum lýsingum af ásynjum. Vör er þar sú tíunda í röðinni og sagt er um hana:

Tíunda Vör, hon er vitr ok spurul, svá at engi hlut má hana leyna. Þat er orðtak, at kona verði vör þess, er hon verðr vís.[1]

Textafræðingurinn Rudolf Simek segir óvíst hvort Vör hafi verið gyðja í heiðnum sið og hvort skýring Snorra á nafni hennar (að orðið vör, sbr. „vör um sig“ sé dregið af nafni gyðjunnar) sé rétt.[2] Í riti sínu skrifar Simek að vænlegast sé að líta á gyðjurnar Ságu, Hlín, Sjöfn, Snotru, Vár og Vör sem lauslega skilgreindar verndargyðjur kvenna sem beri hver um sig ábyrgð á tilteknu sviði einkalífsins. Greinileg skil séu milli verksviða þeirra, sem minni nokkuð á matrónur sem tilbeðnar voru í germanskri og keltneskri heiðni.[3][4]

Simek bendir jafnframt á að til sé valkyrja að nafni Geiravör og segir að hugsanleg tengsl séu á milli hennar og ásynjunnar Varar.[5]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Snorri Sturluson. „Gylfaginning“. Snerpa. Sótt 16. apríl 2019.
  2. Rudolf Simek: Lexikon der germanischen Mythologie (Kröners Taschenausgabe. Band 368). 3., völlig überarbeitete Auflage. Kröner, Stuttgart 2006, ISBN 3-520-36803-X, bls. 368.
  3. Simek (2007:274).
  4. „Ásynjur“. Ásatrúarfélagið. Sótt 16. apríl 2019.
  5. Simek (2007:102).