Hel

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Hluti af greinaflokknum
Norræn goðafræði
Ardre Odin Sleipnir.jpg
Helstu goð
Æsir: Óðinn, Þór, Baldur, Loki, Höður, Bragi, Mímir
Ásynjur: Frigg, Iðunn, Sif
Vanir: Njörður, Freyja, Freyr
Aðrir
Jötnar: Ýmir, Bor, Bestla, Angurboða, Skaði, Hel, Ægir
Skepnur: Auðhumla, Fenrisúlfur, Sleipnir, Miðgarðsormur, Heiðrún, Tanngnjóstur og Tanngrisnir, Huginn og Muninn
Aðrir: Askur og Embla; Urður, Verðandi og Skuld; Dvergar, Álfar
Staðir
Ásgarður, Valhöll, Miðgarður, Útgarður, Niflheimur, Hel, Bifröst, Askur Yggdrasils
Rit
Sæmundaredda, Snorra-Edda, Heimskringla, Gesta Danorum
Trúfélög
Íslenska ásatrúarfélagið, Danska ásatrúarfélagið, Ásatrúarfélagið Bifröst, Reykjavíkurgoðorð.

Hel er eitt þriggja afkvæma Loka og Angurboðu en í norrænni goðafræði ríkir hún yfir undirheimum. Þegar Hel fæddist kastaði Óðinn henni niður í Niflheim þar sem hún skyldi ríkja yfir níu undirheimum, en þangað fóru þeir sem ekki dóu í bardaga. Í heiðinni hefð er Hel einnig nafn á undirheimum þessum.

Helju er lýst sem blárri í framan til hálfs en hinn helmingurinn er húðlitur. Heimkynnum hennar er lýst sem gríðarmiklum og kallast salur hennar Éljúðnir. Disk á hún sem kallast Hungur, hníf sem nefnist Sultur. Hel hefur yfir að ráða ambátt og þræl sem nefnast Ganglati og Ganglöt. Rúm hennar kallast Kör.

Til er saga af því þegar Hermóður hinn hvati heimsótti Helju til að freista þess að fá Baldur lausan þaðan. Hel sagði Hermóði að hún skyldi láta Baldur lausan ef allir hlutir heims, bæði lifandi og dauðir myndu syrgja hann og gráta. Hermóður bar ásum skilaboðin og grétu allir hlutir heims Baldur að einni tröllkonu undanskilinni er Þökk hét. Segir sagan að þar hafi Loki Laufeyjarson verið í dulargervi.