Naglfar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Naglfar var skip það er gert var úr nöglum dauðra manna í ásatrú. Hrymur heitir jötuninn sem stýrir Naglfari.

Úr Snorra-Eddu, Ragnarök:

„.....Þá verður og það að Naglfar losnar, skip það er svo heitir. Það er gert af nöglum dauðra manna, er það fyrir því varnanar vert ef maður deyr með óskornum nöglum að sá maður eykur mikið efni til skipsins Naglfars er goðin og menn vildu sent að gert yrði. En í þessum sævargang flýtur Naglfar. Hrymur heitir jötunn er stýrir Naglfari.“