Hvergelmir
Útlit
Hvergelmir er uppspretta allra vatna heimsins í norrænni goðafræði. Er hann sagður brunnur í miðju alheims í Gylfaginningu.[1] Síðar er sagt að hann sé undir einni rót Asks Yggdrasils í Jötunheimum sem Níðhöggur nagar.[2]
Ein kenning er að Hvergemlir, Urðarbrunnur og Mímisbrunnur séu mismunandi heiti á sama staðnum.[3]
Meðal áa sem frá honum renna eru Svöl, Gunnþrá, Fjörm, Fimbulþul, Slíður og Hríð, Sylgur og Ylgur, Víð, Leiftur og Gjöll. Upptalning á 42 ám er í Grímnismálum.[4]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Gylfaginning, erindi 4“. www.snerpa.is. Sótt 9. desember 2023.
- ↑ Gylfaginning, erindi 15
- ↑ Simek, Rudolf (2006). Lexikon der germanischen Mythologie. Kröners Taschenausgabe (3., völlig überarbeitete Aufl. útgáfa). Stuttgart: Alfred Kröner. ISBN 978-3-520-36803-4.
- ↑ „Grímnismál, erindi 26“. www.snerpa.is. Sótt 9. desember 2023.