Hrymur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hrymur er sagður sá jötunn sem stýrir skipinu Naglfari þá er Ragnarök verða samkvæmt Gylfaginningu. Í Völuspá er Loki sagður skipsstjóri og Hrymur einungis vopnaður jötunn.

Blendingi lerkitegundanna Evrópulerkis og Síberíulerkis hefur verið gefið nafnið Hrymur vegna vaxtarþrótts síns.

Tilvísun[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.