Múspellsheimur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Hluti af greinaflokknum
Norræn goðafræði
Ardre Odin Sleipnir.jpg
Helstu goð
Æsir: Óðinn, Þór, Baldur, Loki, Höður, Bragi, Mímir
Ásynjur: Frigg, Iðunn, Sif
Vanir: Njörður, Freyja, Freyr
Aðrir
Jötnar: Ýmir, Bor, Bestla, Angurboða, Skaði, Hel, Ægir
Skepnur: Auðhumla, Fenrisúlfur, Sleipnir, Miðgarðsormur, Heiðrún, Tanngnjóstur og Tanngrisnir, Huginn og Muninn
Aðrir: Askur og Embla; Urður, Verðandi og Skuld; Dvergar, Álfar
Staðir
Ásgarður, Valhöll, Miðgarður, Útgarður, Niflheimur, Hel, Bifröst, Askur Yggdrasils
Rit
Sæmundaredda, Snorra-Edda, Heimskringla, Gesta Danorum
Trúfélög
Íslenska ásatrúarfélagið, Danska ásatrúarfélagið, Ásatrúarfélagið Bifröst, Reykjavíkurgoðorð.

Múspellsheimur eða Múspell er í norrænni goðafræði hinn heiti frumheimur fyrir sunnan Ginnungagap. Múspellsheimur var suðurhluti eldheims, þar bjuggu eldjötnar, hinir svonefndu múspells synir (eða múspells lýður), sem eru samherjar Surts í Ragnarökum.

Samkvæmt Snorra-Eddu var Múspellsheimur til löngu áður en jörðin var sköpuð, og var heimur ljóss og hita, gerður í suðurhelmingi Ginnungagaps. Leiðin þangað var vörðuð eldi og hana komst enginn nema sá sem var af þeim heimi. Þar sat jötuninn Surtur til landvarnar og hafði logandi sverð í hendi.