Me too-hreyfingin
Me too-hreyfingin (enska: The Me Too movement) er hreyfing sem spratt upp haustið 2017 eftir að ásakanir gegn leikstjóranum Harvey Weinstein komust í hámæli. Hreyfingin beinist gegn kynferðislegri áreitni og kynferðislegu ofbeldi. Sérstök áhersla var á áreitni á vinnustað. Setningin "Me Too" (ég líka) og myllumerkið #metoo hafa verið notaðar í þessu samhengi á samfélagsmiðlum og hafa afbrigði af hreyfingunni sprottið upp víða um heim.