Fara í innihald

Frjáls þjóð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Frjáls þjóð var pólitískt vikublað sem kom út frá 1952 til 1968. Það hafði sem aðalstefnu að spyrna við auknum bandarískum áhrifum á íslenska menningu og tungu.

Útvarps- og sjónvarpssendingar bandarísku herstöðvarinnar í Keflavík, hið síðarnefnda oftast kallað kanasjónvarpið, þóttu sérlega hættulegar í þessu samhengi. Blaðið studdi því sterklega kröfuna að Ísland segði sig úr NATO og að bandaríski herinn hyrfi úr landi. Frjáls þjóð gagnrýndi Sósíalistaflokkinn fyrir að fylgja Sovétríkjunum í einu og öllu. Í Alþingiskosningunum 1967 studdi blaðið sérframboð Hannibals Valdimarssonar, en hann var þá enn formaður kosningabandalagsins Alþýðubandalagið. Ritstjórar og eigendur Frjálsar þjóðar studdu Þjóðvarnarflokk Íslands frá stofnun hans 1953. Bergur Sigurbjörnsson, ritstjóri blaðsins frá 1952 til 1954 og aftur 1967, var alþingismaður Þjóðvarnarflokksins frá 1953 til 1956. Tveir aðrir af ritstjórum blaðsins, Ragnar Arnalds árið 1960 og Jón Baldvin Hannibalsson 1964-1967, urðu einnig alþingismenn þó það væri fyrir aðra flokka.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]