Nýtt líf (tímarit)
Nýtt líf er tímarit sem Birtíngur útgáfufélag gefur út en tímaritið var áður gefið út af Fróða. Tímaritið hefur komið út síðan 1978 og fjallar um tísku og samfélagsmál. Ritstjóri er Erna Hreinsdóttir sem tók við af Þóru Tómasdóttur undir árslok 2013.