Fara í innihald

Henging

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Henging í mjög stuttri ól og án fallhlemms.

Henging felst í því að binda annan endann á kaðli eða öðru traustu reipi (hengingaról) utan um hálsinn á manni, venjulega með hengingarhnút (sá hluti af kaðlinum nefnist snara), en festa hinn endann fyrir ofan manninn (oft á gálga eða gálgaás), svo að hann hangi í kaðlinum, þegar undirstaðan fyrir fætur hans er síðan fjarlægð (til dæmis með fallhlemmi). Súrefni berst þá ekki til heilans, sem leiðir til köfnunar og dauða, sé ekki komið fljótt til hjálpar. Oft brotnar háls mannsins einnig.

Henging hefur í ýmsum löndum verið notuð til að framfylgja dauðarefsingu eða sem hluti af umfangsmeiri aftöku.[1][2] Á Íslandi þótti henging óvirðulegur dauði og var ætluð óærlegum dauðamönnum (einkum þjófum), en afhöfðun með exi var ætluð ærlegum dauðamönnum.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Alchin, Linda @ The Middle Ages: Hung, Drawn and Quartered Geymt 24 september 2010 í Wayback Machine. Skoðað 23. október 2010.
  2. Alchin, Linda @ Medieval Life and Times: Hung, Drawn and Quartered. Skoðað 23. október 2010.

Ítarefni, tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu