Patrice Lumumba

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Patrice Lumumba

Patrice Émery Lumumba (2. júlí 1925 – 17. janúar 1961) var kongóskur sjálfstæðisleiðtogi og fyrsti lýðræðislega kjörni forsætisráðherra Kongó. Lumumba var lykilmaður í sjálfstæði Kongó frá Belgíu og var stofnandi og leiðtogi kongósku þjóðernishreyfingarinnar (Mouvement National Congolais; MNC).

Stuttu eftir að Kongó hlaut sjálfstæði árið 1960 gerði herinn uppreisn sem markaði upphaf Kongódeilunnar. Lumumba biðlaði til Bandaríkjanna og Sameinuðu þjóðanna um hjálp við að kveða niður aðskilnaðarsinnana í Katanga en hafði ekki erindi sem erfiði. Því leitaði hann þess í stað til Sovétríkjanna. Þetta leiddi til ágreinings Lumumba við Joseph Kasa-Vubu forseta og starfsmannastjórann Mobutu Sese Seko auk þess sem ákvörðunin styggði mjög Bandaríkin og Belgíu. Í kjölfarið var Lumumba handtekinn af ráðamönnum undir stjórn Mobutu og tekinn af lífi af skotsveit katönsku aðskilnaðarsinnanna. Eftir dauða sinn fóru sjálfstæðissinnar í Afríku að líta á Lumumba sem píslarvott.

Bæði belgísk og bandarísk stjórnvöld liggja undir grun sem þátttakendur í samsærinu sem leiddi til dauða Lumumba. Viðhorf þeirra til Lumumba litaðist af kalda stríðinu og voru þau tortryggin í hans garð þar sem hann þótti hallur undir Sovétríkin. Lumumba sagðist þó ekki vera kommúnisti, heldur hafi hann neyðst til að leita á náðir Sovétríkjanna þar sem enginn annar vildi hjálpa honum að leysa Kongó úr viðjum nýlenduvæðingarinnar.[1] Belgískir liðsforingjar fóru fyrir aftökusveitinni sem batt enda á líf Lumumba.[2][3][2] Bandaríska leyniþjónustan hafði auk þess lagt drög að áætlunum til að kona Lumumba fyrir kattarnef[4][5][6] og Dwight D. Eisenhower Bandaríkjaforseti hafði sjálfur viljað hann feigan.[7]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Sean Kelly, America's Tyrant: The CIA and Mobutu of Zaire, bls. 29.
  2. 2,0 2,1 The Assassination of Lumumba, Ludo De Witte, 2003.
  3. Hollington, Kris (2007), Wolves, Jackals and Foxes: The Assassins Who Changed History. True Crime. bls: 50–65. Skoðað 11 December 2010.
  4. 6) Plan to poison Congo leader Patrice Lumumba (p. 464), Family jewels CIA documents, on the National Security Archive's website
  5. „A killing in Congo". US News. 24 July 2000. Skoðað 18 June 2006.
  6. Sidney Gottlieb "obituary" „Sidney Gottlieb". . (Counterpunch.org).
  7. Kettle, Martin 10 August 2000, „President 'ordered murder' of Congo leader". The Guardian. (London). Skoðað 18 June 2006.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist