Fara í innihald

Verslunarbankinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Verslunarbankinn var íslenskur banki í einkaeigu (hlutafélag) sem var stofnaður 4. febrúar 1961. Bankinn var í raun stofnaður utanum rekstur Verzlunarsparisjóðsins sem hafði verið stofnaður 1956 og var orðinn stærsti sparisjóður landsins. Hann var stofnaður af Verslunarráði, Félagi íslenskra stórkaupmanna og Sambandi smásöluverslana.

3. janúar 1990 sameinaðist Verslunarbankinn Útvegsbankanum og Iðnaðarbankanum og myndaði Íslandsbanka „hinn síðari“.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.