Fara í innihald

Samtök hernámsandstæðinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Samtök hernámsandstæðinga voru samtök sem stofnuð voru á Þingvallafundinum svokallaða 10. september 1960 þar sem saman komu ýmis félög hernámsandstæðinga alls staðar af landinu á fundi í Hótel Valhöll.[1] Aðdragandinn að stofnun samtakanna var fyrsta Keflavíkurgangan sem farin var 19. júní sama ár, en til hennar var efnt af nokkrum einstaklingum í Reykjavík. Ýmsar blikur þóttu líka vera á lofti haustið 1960; Ísland átti í öðru þorskastríðinu við Breta og til stóð að Bandaríski flotinn myndi taka við rekstri Keflavíkurstöðvarinnar. Menn óttuðust mjög að herskip og kjarnorkuknúnir kafbátar búnir kjarnaoddum myndu gera Ísland að skotmarki ef til kjarnorkustyrjaldar kæmi. Kalda stríðið hafði harðnað þá um vorið eftir njósnaflugvélarmálið í maí en samskipti stórveldanna Bandaríkjanna og Sovétríkjanna versnuðu til muna í kjölfarið.

Samtökin stóðu að fleiri Keflavíkurgöngum næstu árin og voru virk í skipulagningu mótmæla gegn herstöðinni en lognuðust út af eftir 1970. Samtök herstöðvaandstæðinga (nú Samtök hernaðarandstæðinga) sem voru stofnuð 1975 voru að vissu leyti arftaki samtakanna.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Flestöll byggðarlög landsins eiga fulltrúa á Þingvallafundinum í dag“, Þjóðviljinn, 9. september 1960 (timarit.is)
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.