Fara í innihald

ÖBÍ réttindasamtök

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Öryrkjabandalag Íslands)
Merki ÖBÍ réttindasamtaka
Merki ÖBÍ réttindasamtaka

ÖBÍ réttindasamtök (Öryrkjabandalag Íslands), stofnuð 5. maí árið 1961, eru hagsmuna- og mannréttindasamtök fatlaðs fólks. Félagið sem er frjáls félagasamtök, veitir margvíslega þjónustu og vinnur að því að efla jafnrétti í samfélaginu fyrir þann hóp fólks. Stofnfélög voru sex en aðildarfélög eru í dag 40 talsins. 19 eiga sæti í stjórn. Innan bandalagsins starfar Kvennahreyfing þvert á aðildarfélög og sömuleiðis Ungliðahreyfing, UngÖBÍ, fyrir fólk á aldrinum 18-35 ára.

Formaður frá 21. október 2017 er Þuríður Harpa Sigurðardóttir. Framkvæmdastjóri frá árinu 2021 er Eva Þengilsdóttir. Félagið er til húsa að Sigtúni 42, 105 Reykjavík. ÖBÍ réttindasamtök eru aðili að ýmsum alþjóðlegum samtökum fatlaðra, svo sem Handikaporganisasjonenes Nordiska Råd og European Disability Forum.

Sex málefnahópar starfa að málefnum bandalagsins: Aðgengishópur, atvinnu- og menntahópur, heilbrigðismálahópur, kjarahópur, húsnæðishópur og barnamálahópur.[1]

Öryrkjabandalag Íslands heldur úti vefnum obi.is og síðu á Facebook þar sem margvíslegum upplýsingum er miðlað.

Boðið er upp á aðstoð við mál sem tengjast almannatryggingum, sveitarfélögum, íslenska ríkinu, Sjúkratryggingum Íslands og Tryggingastofnun ríkisins, svo nokkuð sé nefnt. Ókeypis lögfræðiaðstoð er einnig veitt auk ýmissrar fjölbreyttrar þjónustu.

Brynja leigufélag ses. er sjálfseignarstofnun sem á og rekur u.þ.b. 800 íbúðir fyrir öryrkja. Tekjustofninn er leigan fyrir íbúðunum.

Hringsjá - náms- og starfsendurhæfing býður náms- og starfsendurhæfingu. Hringsjá er rekin af ÖBÍ sem hefur gert þjónustusamning við félagsmálaráðuneytið og Tryggingastofnun Ríkisins um þá þjónustu sem veitt er.

Örtækni er félag í eigu ÖBÍ sem hefur sérhæft sig í smíði og samsetningu á öllum gerðum kapla auk þess að bjóða upp á mikið úrval af lýsinga-, tengi- og tæknibúnaði.

ÖBÍ á aðild að Íslenskri getspá og TMF tölvumiðstöð.

Aðildarfélög

[breyta | breyta frumkóða]
  • ADHD samtökin
  • Alzheimersamtökin á Íslandi
  • Astma- og ofnæmisfélag Íslands
  • Ás styrktarfélag
  • Blindrafélagið
  • CCU samtökin
  • CP félagið
  • Einhverfusamtökin
  • Félag heyrnarlausra
  • Félag lesblindra á Íslandi
  • Félag nýrnasjúkra
  • Fjóla - félag fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu
  • Foreldra- og styrktarfélag heyrnardaufra
  • Geðverndarfélag Íslands
  • Gigtarfélag Íslands
  • Heilaheill
  • Heyrnarhjálp
  • Hiv-Ísland
  • Hjartaheill
  • Hugarfar
  • Lauf
  • Málbjörg
  • Málefli
  • ME félagið
  • MG félag Íslands
  • MND félagið á Íslandi
  • MS-félag Íslands
  • Ný rödd
  • Parkinsonsamtökin á Íslandi
  • Samtök lungnasjúklinga
  • Samtök sykursjúkra
  • Samtök um endómetríósu
  • SEM - samtök endurhæfðra mænuskaddaðra
  • SÍBS
  • Sjálfsbjörg
  • SPOEX
  • Stómasamtök Íslands
  • Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra
  • Tourette-samtökin á Íslandi
  • Vífill - félag einstaklinga með kæfisvefn


Neðanmálsgreinar

[breyta | breyta frumkóða]
  1. https://www.obi.is/is/um-obi/malefnahopar
  • „Öryrkjabandalag Íslands“. Sótt 15. janúar 2019.