Fara í innihald

Blóðbankinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Blóðbankinn er undirstofnun Landspítala og er með starfsemi varðandi blóðgjöf á Íslandi. Hann var stofnaður árið 1953 og var á Barónstíg þar til ársins 2007. Blóðbankinn hefur nú starfsstöðvar á Snorrabraut 60 í Reykjavík og á Glerártorgi, Akureyri.

Meðal hvatamanna stofnunar Blóðbankans var Níels Dungal, forstöðumaður Rannsóknastofu Háskólans. Um áratug áður en Blóðbankinn hóf starfsemi höfðu skátar gefið blóð eftir þörfum á spítölum.