Fara í innihald

Mænusótt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fórnarlamb mænuveiki.

Mænusótt (e. polio), einnig nefnd mænuveiki og lömunarveiki er smitsjúkdómur af völdum veirusýkingar sem berst manna á milli einkum með saurgerlum sem komast í snertingu við munninn og meltingarveg, t.d. í gegnum mengað vatn eða gegnum einhverja aðra millileið. Um 90% þeirra sem smitast af mænusótt eru einkennalausir en ef veiran berst í blóðrásina getur hinn smitaði sýnt ýmis einkenni. Í innan við 1% tilvika berst veiran í miðtaugakerfið og herjar þá á og skaðar hreyfitaugunga og leiðir til lömunar. Algengast er að mænan bíði skaða.

Jakob Heine greindi lömunarveiki fyrstur árið 1840. Karl Landsteiner uppgötvaði veiruna sem veldur veikinni, poliovirus, árið 1908. Dr. Hilary Koprowski var fyrstur manna til að þróa mótefni við veirunni, Jonas Salk þróaði annað mótefni árið 1952 og Albert Sabin árið 1962 en bólusetning hefur komið í veg fyrir mörg hundruð þúsund dauðsföll. Meðal einkenna er ljósfælni og stífleiki í hálsi.