Fara í innihald

Blanda (tímarit)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Blanda - fróðleikur gamall og nýr var tímarit sem Sögufélag gaf út á árunum 1918–1953. Tímaritið innihélt ýmiss konar sögulegan fróðleik auk þess sem þar voru birtar áhugaverðar frumheimildir. Megnið af greinunum í Blöndu var skrifað af stjórnarmönnum í Sögufélagi.

1950 hóf Sögufélag að gefa út Sögu, tímarit sem laut strangari fræðilegri kröfum en Blanda og markaði sú útgáfa endalok Blöndu.[1]

Árið 2020 hóf Sögufélag að halda úti hlaðvarpi sem hlaut nafnið Blanda, með vísun í tímaritið.

  1. „SÖGUFÉLAG Í HUNDRAÐ ÁR“. www.mbl.is. Sótt 25. júní 2019.