Fara í innihald

Sáttamiðlun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Skilgreining

[breyta | breyta frumkóða]

Sáttamiðlun er kerfisbundin samningaaðferð sem snýst um að aðstoða deiluaðila við að ná sáttum. Hún hefur mikið verið notuð í Evrópu, Norður-Ameríku og Ástralíu. Sáttamiðlun er helst notuð í einkamálum, meðal annars fjölskyldumálum, nágrannadeilum, árekstrum á vinnustöðum og skólum og í opinberum málum m.a. vegna afbrota ungra einstaklinga, en jafnframt í deilum milli ríkja og ólíkra menningarheima.☃☃ Sáttamiðlun getur verið öflug leið til að viðhalda tengslum til dæmis á milli fyrirtækja og viðskiptavina, með það fyrir augum að komast að samkomulagi um málalok.

Kostir sáttamiðlunar umfram dómstólameðferð

[breyta | breyta frumkóða]

Einn helsti kostur sáttamiðlunar er að auðveldara er að koma að, fjall um og ná sáttum um rót deilumála og stuðla þannig að endanlegri lausn hinna raunverulegu og upphaflegu deilumála og þannig að gera öllum aðilum mögulegt að ganga sáttir frá borði. Í dómsmálum er oft verið að fjalla um það yfirborð mála sem upphaflegur ágreiningur hefur þróast í og því grunnur deilunnar ekki leystur og sættir ekki til staðar á meðal deiluaðila. Sáttameðferð er talin vera u.þ.b. sjöfalt kostnaðarminni en dómsmeðferð og að jafnaði sjöfalt hraðvirkari. Í dómsmeðferð er dómari bundinn innan ramma laga og kröfugerðar sóknaraðila, en í sáttameðferð ríkir frelsi til að ræða allar hliðar deilumála, draga inn ólík sjónarmið og tilfinningar, rökræða og finna í sameiningu sáttagrundvöll sem aðilar vega og meta með aðstoð sáttamiðlara og ráðgjafa sinna og komast síðan að samkomulagi að jafnaði í 70% tilvika. Ef sátt tekst ganga aðilar sáttir frá borði, en ekki bara einn eða hluti deiluaðila. Sáttamiðlun er sem sagt: 1. mun hraðvirkari, 2. mun kostnaðarminni, 3. fer beint að kjarna deilunnar, en ekki yfirborðið og 4. skilar deiluaðikum sáttum við hvern annan. Sáttamiðlun er hin gamla og náttúrulega aðferð við að leysa deilumál eins og fjölmargar fornar heimildir vitna um. Að boði löggjafans voru starfandi sáttanefndir á Íslandi fram á seinni hluta 20. aldar. Árið 1847 kom út bókin Um sættamál á Íslandi eftir Þórð Jónassen dómara í Íslands konunglega landsyfirrétti.