Bókasafn Kópavogs
Bókasafn Kópavogs er vettvangur bæjarbúa til að hittast, verja tíma með vinum og fjölskyldu og nýta sér úrval bóka, tímarita og mynddiska. Safnkosturinn er lifandi og tekur mark af síbreytilegum þörfum gesta. Starfsemin er fjölbreytt; tekið er á móti hópum allt árið og meðal fastra liða á bókasafninu eru sögustundir, fyrirlestrar, leshringir og handavinnuklúbbur.
Safnið er hluti af Menningarhúsum Kópavogs og er aðalsafn þess í Hamraborg 6A og útibúið Lindasafn í Núpalind 7.
Bókasafn Kópavogs er í samstarfi við Bókasafn Garðabæjar og Bókasafn Hafnarfjarðar. Samstarfið er á þá leið að hafi lánþegi gilt skírteini í einu safnanna getur hann fengið lánað efni á þeim öllum.
Saga
[breyta | breyta frumkóða]1948 ræddi Jón úr Vör við oddvita Kópavogshrepps Finnboga Rút Valdimarsson um nauðsyn þess að stofna bókasafn. Kópavogshreppur lagði fyrst til fé til bókasafns árið 1949 þegar 2000 krónur voru lagðar fram.
Í janúar 1953 var sent dreifibréf til íbúa Kópavogshrepps þar sem undirtektir voru kannaðar með að stofna lestrarfélag, undir bréfið rituðu Áslaug Eggertsdóttir, Jón Þorsteinsson og Jón úr Vör. Félagið var stofnað 15. mars 1953 og hafði í fyrstu aðsetur í Kópavogsskóla og síðan einnig í Kársnesskóla.
Jón úr Vör og Sigurður Ólafsson voru fyrstu bókaverðir safnsins, 1962 var Jón svo eini bókavörðurinn en hafði skáldin Þorstein frá Hamri og Jón Óskar sér til aðstoðar um skamman tíma.
1964 flutti safnið í 150 fermetra aðstöðu í nýju félagsheimili bæjarins. 1981 flutti það svo í Fannborg 3-5 og var þar til húsa allt þar til það flutti í Hamraborg 6a þann 11. maí 2002. Sama ár opnaði útibú frá safninu í Lindaskóla í 190 fermetra húsnæði.
Forstöðumenn bókasafnsins hafa verið Jón úr Vör frá stofnun 1953 til 1977, Hrafn Andrés Harðarson sem hóf störf þar í ágúst 1976 og tók við af Jóni úr Vör i janúar 1977 og Lísa Zachrison Valdimarsdóttir sem tók við starfinu í ágúst 2015.
Afgreiðslutími
[breyta | breyta frumkóða]- Afgreiðslutími aðalsafns:
- Mánudaga - föstudaga kl. 8:00 – 18:00
- Laugardaga kl. 11:00 – 17:00
- Sunnudagar: Lokað
- Afgreiðslutími Lindasafns:
- Mánudaga - fimmtudaga kl. 13:00 – 18:00
- Laugardaga kl. 11:00 – 15:00
- Sunnudagar: Lokað
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Andrés Kristjánsson og Björn Þorsteinsson (ritstj.) (1990). Saga Kópavogs - Þættir úr kaupstaðarsögunni 1955-1985. Lionsklúbbur Kópavogs.
- http://www.vb.is/frettir/lisa-nyr-forstodumadur-bokasafns-kopavogs/116597/
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Heimasíða safnsins Geymt 6 júlí 2007 í Wayback Machine