Játvarður 7. Bretlandskonungur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Játvarður VII

Játvarður VII (Albert Edward) (9. nóvember 18416. maí 1910). Játvarður VII var konungur sameinaðs ríkis Stóra Bretlands og Írlands, breska samveldisins og auk þess keisari Indlands. Játvarður kom til ríkis 1901 eftir móður sína Viktoríu drottningu og hafði þá verið prinsinn af Wales í 60 ár. Játvarður VII stuðlaði að viðgangi samúðarsambandsins (Entente Cordiale) við Frakka og Rússa gegn Þríveldabandalaginu.

Játvarður VII giftist dóttur Kristjáns IX, danakonungs, Alexöndru 10. mars 1863. Hún bar þá titilinn Prinsessa Alexandra Karolína María Karlotta Lovísa Júlía af Slésvík-Holstein-Sonderborg og Glúkksborg. Hún varð eftir það Prinsessa af Wales, og hefur borið þann titil lengst allra. Þau eignuðust sex börn, og þar á meðal George Frederick Ernest Albert sem síðar varð Georg V. Játvarður VII lést í Buckingham Palace úr alvarlegu berkjukvefi (bronkítis). Á dánarbeði hans kom Prinsinn af Wales (síðar Georg V) og sagði honum að hestur hans „Witch of the Air“ hafði borið sigurorð á Kempton Park-veðreiðarvellinum. Við það svaraði hann: „Það gleður mig mjög“ og voru það andlátsorð hans.

Játvarður VII var tengdur næstum því hverri einustu kóngafjölskyldu í Evrópu á sínum tíma, aðallega gegnum móður sína og tengdaföður, og var því oft kallaður „frændi Evrópu“.

Fyrirrennari:
Viktoría
Bretakonungur
(1901 – 1910)
Eftirmaður:
Georg 5.