Sýrlenska byltingin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mynd of Sultan al-Atrash, einn af foringjum Drúsa

Sýrlenska Byltingin árið 1925 var uppreisn gegn Frönsku umboðinu í Sýrlandi. Hún var búin til af mörgum mismunandi hópum frá Drúsum, Sunnítum og alavítum. Markmið uppreisnarinnar var að ljúka stjórnar tilkalli Frakklands til Sýrlands. Uppreisnin var kvalinn af franska hernum árið 1927.

Bakgrunnur[breyta | breyta frumkóða]

Árið 1918 drógu Óttoman veldið úr Sýrlandi eftir tap þeirra í fyrstu heimstyrjöldinni. Sýrland var eitt af stóru átökusvæðunum á miðausturlanda svæðinu og hafði þess vegna misst bæði mikinn mannafla og efnahagsstyrk. Talað er um að mikla Sýrlandi hafi misst um 18% af mannfjölda sínum eða u.þ.b. 600.000 manns frá 1915-18.[1] Í stað Tyrkja kom frönsk stjórn sem var mjög miðlæg og ólík því sem Sýrlenska elítan var vön. elítan misst því mikil völd og höfðu lítinn áhuga á nýja frönsku þinginn sem talið hafi verð ólögmæt þar sem allar ákvarðanir voru teknar af hæsta umboðsmann Frakka.[2] Svæðis elítan misstu líka aðgang að mörgum embættum sem þeir nutu og einangruðust frá lókal pólitík. Stjórnarháttur Frakka hafði það markmið að halda sér sem lengst í Sýrlandi án þess að undirbúa Sýrland fyrir Sjálfstæði.[3] Frakkar brutu Sýrland í nokkra stjórnarhluta sem lögðu áherslu á trúarlegum, þjóðflokkum og pólitískum mismunum innan Sýrlands. Alavítar og Drúsar voru skipt í mismunandi fylkingar og Sunnítar fengu stjórn á stærstu borgum Sýrlands, Homs og Hamas. Þessar landskiptingar minnkaði töluvert vald Drúsa og Alavíta sem fundu sér Pólítísklega einangraða frá Sýrlandi. Frönsk lögmæti á þessu svæði var byggt á þeirri hugmynd að þeir voru verndarar Kristna samfélaga innan Botnalöndunum sem minnkaði stuðning Frakklands af meirihluta Sýrlands sem voru Múslimar. Allir Þessir hlutir spiluðu hlutverk í byltinguna sem tók sér stað 1925.[4]

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Byltingin 1925[breyta | breyta frumkóða]

Byltingin hófst í Jabal-Druze  eins og nafnið gefur til kynna voru meirihlutinn af þessu svæði Drúsar. Uppreisnin byrjaði vegna ónægði Atrash fjölskylduna við frönsk yfirvöld en þeir höfðu misst mikið sjálfstæði eftir að Frakkar tóku upp umboðið um Sýrlandi. Franski herinn á svæðinu var ekki tilbúin og þeir töpuðu fyrstu átökin við Drúsa.

Töp Frakka gegn Drúsum leiddi til þess að útlagar innan Sýrlands þorðu að hefja ránsferðir á lókalanna. Innfæddir misstu því trú á frönsku umboðinu þegar Frakkar gátu ekki verndað landbúnað og efnahag lókalanna og sumir lítu til Damaskus Þjóðernissinar.[5] Um haustið hófu þjóðernissinnar uppreisn í Damaskus, ásamt lókal elítunni í Homs og Hamas en þær uppreisnir voru fljótlega settar niður. Uppreisnin í Damaskus endist mun lengur og frönsk hernaðar yfirvöld tóku þá ákvörðun að sprengja borgina með loftárásum og fallbyssum þann 18. október. Miðborginn var lögð í rúst og talið er um að 1400 mans hafi dáið.  Þetta hafði lítil áhrif á bardaga anda Sýrlandsmanna og uppreisnin stóðst til vorsins 1927 þangað til að Frönsk yfirvöld sendu yfirgnæfandi hernaðarafli til Sýrlands.[6]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Cleveland, William L. (2016). A history of the modern Middle East. Martin P. Bunton (Sixth edition. útgáfa). Philadelphia, PA. ISBN 978-0-8133-4980-0. OCLC 958111939.
  2. Provence, Michael (2005). The great Syrian revolt and the rise of Arab nationalism (1st ed. útgáfa). Austin: University of Texas Press. ISBN 978-0-292-79710-9. OCLC 320324665.
  3. Provence, Michael (2005). The great Syrian revolt and the rise of Arab nationalism (1st ed. útgáfa). Austin: University of Texas Press. ISBN 978-0-292-79710-9. OCLC 320324665.
  4. Cleveland, William L. (2016). A history of the modern Middle East. Martin P. Bunton (Sixth edition. útgáfa). Philadelphia, PA. ISBN 978-0-8133-4980-0. OCLC 958111939.
  5. Miller, Joyce Laverty. "The Syrian Revolt of 1925." International Journal of Middle East Studies 8, no. 4 (1977): 545-63. Accessed March 31, 2021. http://www.jstor.org/stable/162567.
  6. Cleveland, William L. (2016). A history of the modern Middle East. Martin P. Bunton (Sixth edition. útgáfa). Philadelphia, PA. ISBN 978-0-8133-4980-0. OCLC 958111939.