Fara í innihald

Raðmorðingi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Raðmorðingi er maður sem hefur framið fleiri en þrjú morð, með nokkurra daga millibili eða eftir mánuði, jafnvel eftir nokkur ár, og fylgir því eftir í vissu mynstri. Ástæður fyrir slíkum morðum má rekja til áráttuhegðunar sem í mörgum tilfellum, en ekki öllum, hefur blossað upp vegna (brenglaðrar) æsku morðingjans. Raðmorðingjar drepa oft til að þóknast einhverju sem er rótsett í þeim (frá æsku) en sjaldnast í hagnaðarskyni (eins og til dæmis leigumorðingjar) eða vegna hugmyndafræðilegra og pólitískra ástæðna (eins og til dæmis hryðjuverkamenn). Raðmorðingjar þekkja sjaldnast fórnarlömb sín, og oft er þessi árátta tengd kynhvöt morðingjans.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.