Silli og Valdi
Silli og Valdi var matvöruverslanakeðja sem þeir Sigurliði Kristjánsson og Valdimar Þórðarson stofnuðu á Vesturgötu 52 í Vesturbæ Reykjavíkur árið 1925.[1] Árið 1927 hófu þeir verslunarrekstur í elsta húsi Reykjavíkur, Aðalstræti 10.[2] Þeir voru umfangsmiklir í rekstri matvöruverslana um alla borgina næstu áratugi og byggðu meðal annars húsið Austurstræti 17 árin 1963-65[3] og verslunarmiðstöðina Glæsibæ í Álfheimum 1970.[4] Sigurliði lést árið 1972 og var þá fyrirtækið, sem var einkafyrirtæki þeirra tveggja, tekið til arfskipta.[5] Árið 1974 tók Sláturfélag Suðurlands yfir verslunarreksturinn í Glæsibæ og næstu ár voru aðrar verslanir seldar.[6] Síðasta verslunin sem var kennd við Silla og Valda var matvöruverslun á Háteigsvegi 2, sem hafði breytt um nafn og verið nefnd „Háteigskjör“ árið 1976.[7]
Kona Sigurliða, Helga Jónsdóttir, lést árið 1978 og var þá eigum þeirra, sem voru gríðarmiklar, ráðstafað til lista- og menningarmála í samræmi við óskir þeirra. Meðal þeirra sem fengu fjárupphæðir úr dánarbúinu voru Leikfélag Reykjavíkur, Íslenska óperan og Listasafn Íslands.[8][9] Þá voru stofnaðir sjóðir kenndir við þau hjónin fyrir nemendur í raunvísindanámi og rannsóknir í læknisfræði.[10][11] Valdimar Þórðarson lést árið 1981.[12]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „2700 milljónir í fasteignum koma til skipta“. Dagblaðið. 5.8.1977. bls. 24.
- ↑ „Elzta hús bæjarins mun nú verða að víkja“. Morgunblaðið. 27. ágúst 1957. bls. 20.
- ↑ „Austurstræti breytir um svip“. Tíminn. 13.8.1964. bls. 1.
- ↑ „9000 viðskiptavinir á einum degi þegar mest er“. Frjáls verslun. 1.3.1972. bls. 33.
- ↑ „Silli og Valdi til arfskipta“. Þjóðviljinn. 14.6.1974. bls. 1.
- ↑ „SS yfirtekur rekstur matvörubúðarinnar í Glæsibæ“. Morgunblaðið. 28.8.1974. bls. 28.
- ↑ „Þorvarður Ellert Björnsson“. Morgunblaðið. 6.1.2014. bls. 26.
- ↑ „Milljarðar króna til listastarfsemi“. Morgunblaðið. 25.10.1980. bls. 48.
- ↑ „Gjöf aldarinnar eða allra alda“. Dagblaðið. 1.11.1980. bls. 24.
- ↑ „Sagan“. Minningarsjóður Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar. Sótt 9.10.2025.
- ↑ „Fjórar milljónir til stuðnings nýjungum í læknisfræði“. Morgunblaðið. 18.2.1995. bls. 11.
- ↑ „Valdimar Þórðarson kaupmaður látinn“. Morgunblaðið. 3.7.1981. bls. 2.