Fara í innihald

Silli og Valdi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Silli og Valdi var matvöruverslanakeðja sem þeir Sigurliði Kristjánsson og Valdimar Þórðarson stofnuðu á Vesturgötu 52 í Vesturbæ Reykjavíkur árið 1925.[1] Árið 1927 hófu þeir verslunarrekstur í elsta húsi Reykjavíkur, Aðalstræti 10.[2] Þeir voru umfangsmiklir í rekstri matvöruverslana um alla borgina næstu áratugi og byggðu meðal annars húsið Austurstræti 17 árin 1963-65[3] og verslunarmiðstöðina Glæsibæ í Álfheimum 1970.[4] Sigurliði lést árið 1972 og var þá fyrirtækið, sem var einkafyrirtæki þeirra tveggja, tekið til arfskipta.[5] Árið 1974 tók Sláturfélag Suðurlands yfir verslunarreksturinn í Glæsibæ og næstu ár voru aðrar verslanir seldar.[6] Síðasta verslunin sem var kennd við Silla og Valda var matvöruverslun á Háteigsvegi 2, sem hafði breytt um nafn og verið nefnd „Háteigskjör“ árið 1976.[7]

Kona Sigurliða, Helga Jónsdóttir, lést árið 1978 og var þá eigum þeirra, sem voru gríðarmiklar, ráðstafað til lista- og menningarmála í samræmi við óskir þeirra. Meðal þeirra sem fengu fjárupphæðir úr dánarbúinu voru Leikfélag Reykjavíkur, Íslenska óperan og Listasafn Íslands.[8][9] Þá voru stofnaðir sjóðir kenndir við þau hjónin fyrir nemendur í raunvísindanámi og rannsóknir í læknisfræði.[10][11] Valdimar Þórðarson lést árið 1981.[12]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „2700 milljónir í fasteignum koma til skipta“. Dagblaðið. 5.8.1977. bls. 24.
  2. „Elzta hús bæjarins mun nú verða að víkja“. Morgunblaðið. 27. ágúst 1957. bls. 20.
  3. „Austurstræti breytir um svip“. Tíminn. 13.8.1964. bls. 1.
  4. „9000 viðskiptavinir á einum degi þegar mest er“. Frjáls verslun. 1.3.1972. bls. 33.
  5. „Silli og Valdi til arfskipta“. Þjóðviljinn. 14.6.1974. bls. 1.
  6. „SS yfirtekur rekstur matvörubúðarinnar í Glæsibæ“. Morgunblaðið. 28.8.1974. bls. 28.
  7. „Þorvarður Ellert Björnsson“. Morgunblaðið. 6.1.2014. bls. 26.
  8. „Milljarðar króna til listastarfsemi“. Morgunblaðið. 25.10.1980. bls. 48.
  9. „Gjöf aldarinnar eða allra alda“. Dagblaðið. 1.11.1980. bls. 24.
  10. „Sagan“. Minningarsjóður Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar. Sótt 9.10.2025.
  11. „Fjórar milljónir til stuðnings nýjungum í læknisfræði“. Morgunblaðið. 18.2.1995. bls. 11.
  12. „Valdimar Þórðarson kaupmaður látinn“. Morgunblaðið. 3.7.1981. bls. 2.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.