Fara í innihald

Njörður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Njörður er sjávarguð í norrænni goðafræði. Hann var einn Vana, en bjó í Ásgarði meðal Ása í kjölfar stríðs goðaættanna tveggja. Hann á börnin Freyju og Frey, en þau eru bæði frjósemisgoð. Hann er giftur jötunynjunni Skaða. Heimili Njarðar er nefnt Nóatún, og er við sjó, en heimili Skaða er í Þrymheimi, uppi í fjöllum. Þau urðu ekki ásátt um að búa á öðrum hvorum staðnum, heldur voru níu nætur til skiptis á hvorum stað. Síðar skildu þau og varð Skaði seinni kona Óðins.

  • Cottrell, Arthur. 1997. Norse Mythology. Ultimate Editions, London.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.