Fara í innihald

Stefán Hilmarsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stefán Hilmarsson
Stefán Hilmarsson á Menningarnótt árið 2012
Stefán Hilmarsson á Menningarnótt árið 2012
Upplýsingar
Fæddur26. júní 1966 (1966-06-26) (58 ára)
Reykjavík, Ísland
StörfSöngvari
Ár virkur1986–í dag
Áður meðlimur íSálin hans Jóns míns

Stefán Hilmarsson (f. 26. júní 1966) er íslenskur tónlistarmaður. Hann er meðal annars þekktur fyrir hljómsveit sína Sálina hans Jóns míns.

Stefán hefur starfað að tónlist meira eða minna frá árinu 1986, sama ár og hann útskrifaðist sem stúdent frá Kvennaskólanum í Reykjavík. Hann varð snemma tónelskur, en kom þó lítið nálægt tónlist á yngri árum. Stefán lét fyrst að sér kveða árið 1986, þá með hljómsveitinni Sniglabandinu. Árið 1987 söng hann lagið „18 rauðar rósir“, sem náði miklum vinsældum. Um svipað leyti söng Stefán nokkur lög inn á plötu fyrir Sverri Stormsker, sem leiddi til þess að hann söng framlag Íslands í Eurovision 1988. Sama ár var hljómsveitin Sálin hans Jóns míns stofnuð, með Stefán í fararbroddi. Fyllir Sálin flokk langlífustu og vinsælustu hljómsveita íslenskrar tónlistarsögu, en hún starfaði linnulítið allt til ársins 2018.

Stefán hefur einnig starfað með fleiri sveitum í gegnum árin, meðal annars Pláhnetunni, sem sendi frá sér tvær plötur. Auk hljómsveitarstarfa hefur hann sungið með ýmsum listamönnum og mætti helst nefna samstarf hans og Eyjólfs Kristjánssonar, sem hófst með þátttöku þeirra í Eurovision 1991. Hafa þeir sent frá sér tvær plötur saman, en Stefán hefur í gegnum tíðina sungið fjölda laga inná hljómplötur og í kvikmyndum, jafnt eigin lög sem annarra.

Flest lög hefur hann þó hljóðritað með Sálinni, sem sendi frá sér átján plötur og átti fjölmörg lög sem náðu lýðhylli. Þá hefur Stefán sent frá sér sjö sólóplötur. Hann hefur frá fyrstu tíð látið að sér kveða sem höfundur og er í hópi afkastameiri höfunda s.l. þrjátíu ár og liggja eftir hann um þrjúhundruð verk (2018). Jafnframt því að semja fyrir sig og sínar sveitir hefur Stefán samið fyrir fjölmarga þjóðþekkta flytjendur.

Árið 1995 tók Stefán þátt í uppfærslu Leikfélags Reykjavíkur á rokkóperunni Jesus Christ Superstar, þar sem hann fór með hlutverk Júdasar. Árið 2003 var frumsaminn söngleikur Sálarinnar, Sól og máni, settur upp í Borgarleikhúsinu. Stefán hefur sex sinnum verið fulltrúi Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, tvisvar sem aðalflytjandi (1988 og 1991), tvisvar sem bakraddasöngvari (1995 og 1999) og tvisvar sem höfundur (1992 og 1994).

Hann hefur tekið virkan þátt í starfi Félags tónskálda og textahöfunda (FTT), sat í stjórn félagsins um skeið, sem og í fulltrúaráði STEFs. Þá hefur Stefán setið í stjórn menningarsjóðs FÍH og í stjórn Kvennaskólans í Reykjavík. Hann hefur hlotið ýmsar viðurkenningar, t.a.m. tvívegis verið útnefndur söngvari ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum og hefur hlotið sömu verðlaun sem höfundur. Árið 2008 var Stefán útnefndur heiðurslistamaður Kópavogs og árið 2018 bæjarlistamaður Kópavogs.

Útgefið efni

[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir:[1][2][3]

Sólóplötur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Líf (1993)
  • Eins og er... (1996)
  • Popplín (1997)
  • Ein handa þér (2008)
  • Húm (söngvar um ástina og lífið) (2009)
  • Í desember (2014)
  • Úrvalslög (2016)

Sálin hans Jóns míns

[breyta | breyta frumkóða]
  • Syngjandi sveittir (1988)
  • Hvar er draumurinn? (1989)
  • Sálin hans Jóns míns (1991)
  • Þessi þungu högg (1992)
  • Garg (1992)
  • Sól um nótt (1995)
  • Gullna hliðið (1998)
  • 12. ágúst '99 (1999)
  • Annar máni (2000)
  • Logandi ljós (2001)
  • Sól & máni (2003)
  • Vatnið (2003)
  • Undir þínum áhrifum (2005)
  • Lifandi í Laugardalshöll (2006)
  • Hér er draumurinn (2008)
  • Arg (2008)
  • Upp og niður stigann (2010)
  • Glamr (2013)
  • Speis (1993)
  • Plast (1994)
  • Súperstar (1995) (lög úr söngleik, ásamt fleirum)
  • Nokkrar notalegar ábreiður (2006) (með Eyjólfi Kristjánssyni)
  • Fleiri notalegar ábreiður (2011) (með Eyjólfi Kristjánssyni)
  • Sálgæslan (2011) (með Sigurði Flosasyni o.fl.)

Verðlaun og tilnefningar

[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir:[4][5][6]

  • Tilnefning fyrir lag ársins, Líf.
  • Tilnefning sem söngvari ársins.
  • Tilnefning sem lagahöfundur ársins.
  • Tilnefning sem textahöfundur ársins.
  • Tilnefning sem söngvari ársins.
  • Tilnefning sem textahöfundur ársins.
  • Tilnefning sem söngvari ársins.
  • Tilnefning sem textahöfundur ársins.
  • Tilnefning fyrir lag ársins, Eins og er.
  • Tilnefning fyrir hljómplötu ársins, Eins og er.
  • Tilnefning sem söngvari ársins.
  • Unnið sem lagahöfundur ársins ásamt Mána Svavarssyni og Friðriki Sturlusyni.
  • Tilnefning sem textahöfundur ársins.
  • Tilnefning sem söngvari ársins.
  • Tilnefning sem textahöfundur ársins.
  • Tilnefning sem söngvari ársins.
  • Tilnefning sem textahöfundur ársins.
  • Unnið fyrir lag ársins, Okkar nótt. (Sálin hans Jóns míns)
  • Tilnefning fyrir hljómsveit ársins. (Sálin hans Jóns míns)
  • Tilnefning sem söngvari ársins.
  • Tilnefning sem textahöfundur ársins.
  • Unnið fyrir tónlistarviðburð ársins, 12.ágúst 1999. (Sálin hans Jóns míns)
  • Unnið fyrir lag ársins, Á nýjum stað. (Sálin hans Jóns míns)
  • Tilnefning fyrir hljómplötu ársins, Logandi ljós. (Sálin hans Jóns míns)
  • Tilnefning fyrir tónlistarflytjanda ársins. (Sálin hans Jóns míns)
  • Unnið sem söngvari ársins.
  • Tilnefning fyrir myndband ársins. (Sálin hans Jóns míns)
  • Unnið sem popp-/rokksöngvari ársins.
  • Tilnefning sem söngvari ársins.
  • Tilnefning fyrir lag og texta ársins, Undir þínum áhrifum. (Sálin hans Jóns míns)
  • Tilnefning fyrir hljómplötu ársins, Sálin & Gospel: Lifandi í Laugardalshöll.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Plötur: Stefán Hilmarsson tonlist.is. Sótt 15.6.2011
  2. Plötur: Sálin hans Jóns míns (síða 1) tonlist.is. Sótt 15.6.2011
  3. Plötur: Sálin hans Jóns míns (síða 2) tonlist.is. Sótt 15.6.2011
  4. Verðlaun og tilnefningar 1993-2004 Geymt 28 janúar 2007 í Wayback Machine Íslensku tónlistarverðlaunin. Sótt 15.6.2011
  5. Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir verk ársins 2005 Geymt 13 febrúar 2012 í Wayback Machine Íslensku tónlistarverðalaunin. Sótt 15.6.2011
  6. Tilnefningar og umsagnir dómnefndar vegna verka ársins 2006 Íslensku tónlistarverðlaunin. Sótt 15.6.2011