Fara í innihald

Kanchenjunga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Kangchenjunga)
Kanchenjunga.

Kanchenjunga eða Kangchenjunga (Nepalska: कञ्चनजङ्घा; Hindi: कंचनजंघा; Sikkimesíska: ཁང་ཅེན་ཛོཾག་) er þriðja hæsta fjall heims og það annað hæsta í Himalajafjöllum og það hæsta á Indlandi. Hæð þess er 8.586 metrar yfir sjávarmáli og er það á mörkum Indlands og Nepals; 125 km austsuðaustur frá Mount Everest. Fjallið hefur fimm tinda og eru fjórir þeirra yfir 8000 metrum. Nafnið þýðir fimm fjársjóðir háa snævarins.

Fram til 1852 var Kanchenjunga talið vera hæsta fjall heims en mælingar leiddu í ljós að svo var ekki og árið 1856 var lýst yfir að fjallið væri það þriðja hæsta. Fjallið var klifið fyrst þann 25. maí árið 1955 af Bretunum Joe Brown og George Band. Frá 1990 hefur fimmti hver fjallgöngumaður látið lífið sem heldur á fjallið.

Víðmynd.

Fyrirmynd greinarinnar var „Kanchenjunga“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 15. mars 2017.