Cho Oyu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Cho Oyu úr lofti.

Cho Oyu (nepalska: चोयु; tíbeska: ཇོ་བོ་དབུ་ཡ) er 6. hæsta fjall heims eða 8.188 metrar á hæð. Lega þess er 20 km vestur af Mount Everest á mörkum Nepal og Kína(Tíbet)). Nangpa La-skarð er nálægt skarðinu sem gerir fjallið aðgengilegt og þykir það vera það fjall yfir 8000 metrum sem auðveldast er að klífa. Austurrískt teymi kleif fjallið fyrst árið 1954. Choy Oyu þýðir túrkís-litaða gyðjan.


Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Cho Oyu“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 15. mars 2017.