Fáni Nepals

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fáni Nepals.

Fáni Nepals er þjóðfáni Nepals og eini þjóðfáni heims sem ekki er ferhyrndur. Fáninn er einfölduð samsetning tveggja þríhyrndra veifa. Rauði liturinn stendur fyrir hugrekki og er líka litur þjóðarblóms Nepals, lyngrósarinnar. Blái jaðarinn táknar frið. Fram til 1962 voru sólin og tunglið í fánanum með mannsandlit.

Fáninn var tekinn upp á 18. öld sem fáni konungsríkisins Nepals eftir að Prithvi Narayan Shah sameinaði furstadæmin í eitt ríki. Núverandi útgáfa fánans er frá 1962 þegar ný stjórnarskrá var tekin upp.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.