Myndlist

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Myndlist

Myndlist er samheiti yfir þær fjölmörgu og fjölbreyttu listgreinar sem byggjast fyrst og fremst á sjónrænni framsetningu. Hefðbundnar greinar myndlistar eru málaralist, teikning, prentlist og höggmyndalist. Nýjar listgreinar eins og klippimyndir, innsetningar, gjörningalist, tölvulist og vídeólist teljast til myndlistar og graff er stundum talið til myndlistar. Myndlist telst til sjónlista, ásamt kvikmyndagerð, ljósmyndun, byggingarlist og nytjalist á borð við iðnhönnun, grafíska hönnun, fatahönnun, innanhússarkitektúr og skreytilist.

Myndlist er aðgreind frá sviðslistum, orðlistum, tónlist og matargerðarlist, þótt skilin séu langt frá því að vera skýr.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Enskir tenglar:

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina, eða með því að flokka hana betur.