Madison (Wisconsin)
Útlit
(Endurbeint frá Madison)
Madison er fylkishöfuðborg Wisconsin með um 280.300 íbúa (2023).[1] Hún er önnur fjölmennasta borg Wisconsin á eftir Milwaukee. Á stórborgarsvæði Madison búa yfir 650.000. Borgin er nefnd eftir James Madison, fjórða forseta Bandaríkjanna. Hún er stundum kölluð borg hinna fjögurra vatna en nokkur vötn Yahara-fljóts, þverár Mississippi eru við borgina.
Wisconsin-háskóli í Madison er mikilvæg menntastofnun og stærsti vinnuveitandi Wisconsin.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „QuickFacts – Madison, Wisconsin“. United States Census Bureau. Sótt 9. desember 2024.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða] Þessi landafræðigrein sem tengist Bandaríkjunum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.