Fáni Máritaníu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Núverandi fáni Máritaníu.
Fáninn 1959–2017.

Núverandi fáni Máritaníu tók gildi 15. ágúst 2017.

Fáninn er grænn með rauðum borðum efst og neðst og gulum hálfmána og stjörnu í miðjunni. Græni, rauði og guli liturinn eru panafrískir litir. Grænn táknar íslam, rauður blóð þeirra sem dóu í sjálfstæðisbaráttunni og guli liturinn táknar sandinn í Sahara. Stjarnan og hálfmáninn tákna einnig íslam.

Hlutföll eru 2:3.

Fyrri fáni[breyta | breyta frumkóða]

Máritanía breytti nýlega fána sínum. Var hálfmáninn ílengdur og rauðum borðum bætt við.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.